sunnudagur, 17. ágúst 2008

Labbakútar á Leggjabrjóti




Loksins, loksins fórum við Leggqjabrjót. Helga svipti hópinn nafninu Sexurnar og héðan frá kallast hópurinn; Labbakútar. Það var ekki að spyrja, glampandi sólskin og bros í öllum búkum. Voru rétt um sex tíma að þramma yfir Brjótin. Fórum frá Þingvöllum og gengum í Botsndal.
Niðurstaðan: Frábær ganga, gott veður og fyrirheit um að ganga meira og meira og meira.

föstudagur, 8. ágúst 2008

Sexurnar á Vífilsfelli




Ég og Guðbergur fengum að fara með Sexunum á Vífilsfell. Fín ganga, að mestu. Helga varð hölt og Hildur blóðgaði sig. Ekkert varanlegt, held ég. Vaskur hópur sem stundum hljóp upp brattann. Vífilsfellið klikkar ekki. Skemmtilegt fjall, en að þessu sinni var útsýnið af toppnum takmarkað, en samspil skýja og kvöldsólar var með sóma, sem ekki er boðið upp á daglega.
Fundur var haldinn í fjallinu. Um komandi helgi verður Leggajbrjótur lagður.
Sexurnar fagna áfanganum á einni myndinni.
Jórunn leggur línur á annarri og ég svindla mér inn í myndasafnið á þeirri þriðju. Ég er jú þemað.

Einn á Esju /yddaðar tær



Stundum er Ísland ómóstæðilegt. Þennan laugardag var Kristborg við vinnu, ég ekki. Ég fór á Esju, setti persónulegthraðamet upp að Steini, 45 mínútur. Líka niður, 35 mínútur. Það tókst samt ekki eins vel og vildi. Rann til í skónum með þeim afleiðingum að skinn fór af fjórum tám, þremur á hægri fæti og einni á vinstri. En metið féll.
Að venju er ég á annarri myndinni og hið stórfenglega útsýni fær að fljóta með.

mánudagur, 14. júlí 2008

Fimmvörðuháls




Fórum Fimmvörðuháls með Útivist. Farið var frá Skógum á föstudagskvöldi í fínasta veðri. Gengið upp með Skógá. Kostuleg ganga. Gott gönguland og afar fallegt. Komum í skála Útivistar klukkan hálf þrjú að nóttu. Þá var komin blindaþoka og rigningarúði. Sváfum þar um nóttina.
Gengum í Bása daginn eftir, í roki og í rigningu. Þrátt fyrir það var gangan skemmtileg. fínn hópur sem gaman var að vera með. Sváfum eina nótt í flottum skála Útivistar.
Sigurður og Kristíana voru farastjórar. Stóðu sig með sóma.

Langleiðin 29. júní




Fór með Útivist frá Meyjarsæti að Hlöðufelli. Gengnir voru rétt um 27 kílómetrar. Fínasta ganga, nema þar sem best er að ganga, öllujöfnu, var svo mikið moldrok að við urðum að ganga í mosakarga. Sem vissulega jók á erfiðið.
Var alls ekkert þreyttur og hafði gaman af.

laugardagur, 28. júní 2008

Sporhelludalur



Fór ásamt Kristborgu þægilega göngu um Sporhelludal. Rétt um fimm kílómetrar. Ótrúlega fín ganga í fallegu umhverfi og mikið útsýni. Alltof fáir sem nýta sér þennan möguleika.

Móskarðshnjúkar og Hátindur





Fór með Gunna Andréssonar í jómfrúarferð mína á Móskarðshnjúka. Fín ganga sem stóð fyllilega undir væntingum. Eftir Móskarðshnjúkana gengum við Laufsskörðin og og þaðan yfir á Esjuna. Fóru á Hátind og þaðan niður.
Þetta var ágætt dagsverk, tók um sex tíma. Var mjög gaman og mátulega krefjandi. Fínn félagsskapur. Gunni er skemmtilegur og reyndur göngumaður.

100 tindar

100 tindar
Eftir að hafa farið á 100 tinda.